Skilaboðin þín voru send

Currently unavailable until further notice. Thank you for understanding. If you have any questions, please contact us at info@hrifunesnaturepark.is

FERÐALAGIÐ

LEIÐIN TIL

HRÍFUNES NATURE PARK

Á leiðinni frá Reykjavík austur að Hrífunesi er margt að sjá, skoða og njóta. Á Suðurlandi eru mestu landbúnaðarsveitir hér á landi og þar er auðvelt að nálgast ferska matvöru af margvíslegu tagi. Fjöldi bænda selur afurðir sínar beint til viðskiptavina. Má nefna folaldakjöt, svína kjöt, nautakjöt, lambakjöt og reyktan silung, líkt og frá býlinu Útey við Laugarvatn. Í nálægð við þéttbýliskjarnana Flúðir í Hrunamannahreppi, Reykholt og Laugarás í Biskupstungum og einnig í Grímsnesi er fjöldinn allur af grænmetisbændum og fjölbreytt grænmetisrækt er stunduð víðar á Suðurlandi. Í gróðrarstöðvum er hægt að grípa með sér tómata og jarðarber tínd samdægurs, kartöflur, gulrætur, kryddjurtir, kál og hér um bil allt það grænmeti sem hugurinn girnist.

Veitingahús, sem bjóða upp á mat úr héraði, hafa sprottið upp um allt Suðurland og skipta nú tugum. Eitt þeirra er Friðheimar í Biskupstungum og þangað má fara skemmtilegan útúrdúr á leiðinni til Hrífunes Nature Park. Í Friðheimum er uppistaðan í matseðlinum tómatar sem ræktaðir eru á staðnum. Tómatsúpan þar ber af að margra mati, staðurinn nýtur vinsælda langt út fyrir landsteinana og umfjöllun um hann hefur verið í ótal sjónvarpsþáttum. Í Efstadal í Laugardal er boðið upp á heimagerðan ís eða kaffiveitingar en einnig máltíðir þar sem hráefnið kemur frá bóndabæjunum í næsta nágrenni. Staðirnir báðir eru mikið sóttir sökum nálægðarinnar við Gullna hringinn og hafa ferðamenn á orði að einstakt sé að sækja þá heim.

Á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum er löng hefð fyrir ræktun á byggi og þar er hægt að kaupa byggmjöl, repjuolíu eða heilhveiti beint af bændum. Í Langholtskoti í Hrunamannahreppi er boðið upp á steikur fyrir öll tækifæri, hakk, gúllas, hamborgara, grafið nautakjöt og margt fleira og í Fagradal, rétt austan við Vík í Mýrdal, er fiskur tekinn í reyk fyrir fólk og þar má einnig nálgast bleikju- og laxaflök, reykt, grafin og fersk og loftþurrkuð ærlæri.

Golfvellir á Suðurlandi eru rúmlega tíu talsins og þar eru tæplega tuttugu sundlaugar. Má því auðveldlega gera hlé á ferðinni að Hrífunesi með stuttum viðkomum á leiðinni. Margar lauganna eru nýlega uppgerðar og við margar þeirra er einnig að finna líkamsræktaraðstöðu, svo sem á Selfossi þar sem World Class opnaði nýlega stöð. Sundlaugarnar eru í hér um bil öllum þéttbýliskjörnum á leiðinni að Hrífunesi og í uppsveitum Árnessýslu. Þá er Gamla laugin, náttúrulaugin í Hverahólmanum við Flúðir, skemmtileg baðlaug en margir fallegir hverir eru við laugina, m.a. lítill goshver, Litli-Geysir, sem gýs á nokkurra mínútna fresti. Nýtt þjónustuhús hefur verið reist við laugina og þar eru sturtur og búningsaðstaða ásamt bar. Laugin hefur verið endurgerð í upprunalegri mynd og er leitast við að halda sérstöðunni en að baða sig í lauginni innan um hverasvæðið er einstök upplifun árið um kring.

Á leiðinni er flóra sýninga og sögustaða, svo sem Húsið á Eyrarbakka, LAVA Centre upplýsingasetrið um eldvirkni og jarðskjálfta á Hvolsvelli, Sögusetrið á Hvolsvelli, listasöfn, Byggðasafnið í Skógum, fjölbreyttar sýningar í Sólheimum í Grímsnesi, Þjóðveldisbærinn í Þjórsárdal, Þjórsárstofa, og síðan Brydebúð í Vík í Mýrdal, verslunarhús Brydeverslunar frá 1895, og og farþega- og flutningaskipið Skaftfellingur, smíðað 1918, svo að dæmi séu tekin.

LEIÐIN TIL

HRÍFUNES NATURE PARK

Á leiðinni frá Reykjavík austur að Hrífunesi er margt að sjá, skoða og njóta. Á Suðurlandi eru mestu landbúnaðarsveitir hér á landi og þar er auðvelt að nálgast ferska matvöru af margvíslegu tagi. Fjöldi bænda selur afurðir sínar beint til viðskiptavina. Má nefna folaldakjöt, svína kjöt, nautakjöt, lambakjöt og reyktan silung, líkt og frá býlinu Útey við Laugarvatn. Í nálægð við þéttbýliskjarnana Flúðir í Hrunamannahreppi, Reykholt og Laugarás í Biskupstungum og einnig í Grímsnesi er fjöldinn allur af grænmetisbændum og fjölbreytt grænmetisrækt er stunduð víðar á Suðurlandi. Í gróðrarstöðvum er hægt að grípa með sér tómata og jarðarber tínd samdægurs, kartöflur, gulrætur, kryddjurtir, kál og hér um bil allt það grænmeti sem hugurinn girnist.

Veitingahús, sem bjóða upp á mat úr héraði, hafa sprottið upp um allt Suðurland og skipta nú tugum. Eitt þeirra er Friðheimar í Biskupstungum og þangað má fara skemmtilegan útúrdúr á leiðinni til Hrífunes Nature Park. Í Friðheimum er uppistaðan í matseðlinum tómatar sem ræktaðir eru á staðnum. Tómatsúpan þar ber af að margra mati, staðurinn nýtur vinsælda langt út fyrir landsteinana og umfjöllun um hann hefur verið í ótal sjónvarpsþáttum. Í Efstadal í Laugardal er boðið upp á heimagerðan ís eða kaffiveitingar en einnig máltíðir þar sem hráefnið kemur frá bóndabæjunum í næsta nágrenni. Staðirnir báðir eru mikið sóttir sökum nálægðarinnar við Gullna hringinn og hafa ferðamenn á orði að einstakt sé að sækja þá heim.

Á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum er löng hefð fyrir ræktun á byggi og þar er hægt að kaupa byggmjöl, repjuolíu eða heilhveiti beint af bændum. Í Langholtskoti í Hrunamannahreppi er boðið upp á steikur fyrir öll tækifæri, hakk, gúllas, hamborgara, grafið nautakjöt og margt fleira og í Fagradal, rétt austan við Vík í Mýrdal, er fiskur tekinn í reyk fyrir fólk og þar má einnig nálgast bleikju- og laxaflök, reykt, grafin og fersk og loftþurrkuð ærlæri.

Golfvellir á Suðurlandi eru rúmlega tíu talsins og þar eru tæplega tuttugu sundlaugar. Má því auðveldlega gera hlé á ferðinni að Hrífunesi með stuttum viðkomum á leiðinni. Margar lauganna eru nýlega uppgerðar og við margar þeirra er einnig að finna líkamsræktaraðstöðu, svo sem á Selfossi þar sem World Class opnaði nýlega stöð. Sundlaugarnar eru í hér um bil öllum þéttbýliskjörnum á leiðinni að Hrífunesi og í uppsveitum Árnessýslu. Þá er Gamla laugin, náttúrulaugin í Hverahólmanum við Flúðir, skemmtileg baðlaug en margir fallegir hverir eru við laugina, m.a. lítill goshver, Litli-Geysir, sem gýs á nokkurra mínútna fresti. Nýtt þjónustuhús hefur verið reist við laugina og þar eru sturtur og búningsaðstaða ásamt bar. Laugin hefur verið endurgerð í upprunalegri mynd og er leitast við að halda sérstöðunni en að baða sig í lauginni innan um hverasvæðið er einstök upplifun árið um kring.

Á leiðinni er flóra sýninga og sögustaða, svo sem Húsið á Eyrarbakka, LAVA Centre upplýsingasetrið um eldvirkni og jarðskjálfta á Hvolsvelli, Sögusetrið á Hvolsvelli, listasöfn, Byggðasafnið í Skógum, fjölbreyttar sýningar í Sólheimum í Grímsnesi, Þjóðveldisbærinn í Þjórsárdal, Þjórsárstofa, og síðan Brydebúð í Vík í Mýrdal, verslunarhús Brydeverslunar frá 1895, og og farþega- og flutningaskipið Skaftfellingur, smíðað 1918, svo að dæmi séu tekin.

Ef þú vilt læra meira um svæðið eða hefur einhverjar spurningar, ekki hika við að hafa samband.