Skilaboðin þín voru send

Currently unavailable until further notice. Thank you for understanding. If you have any questions, please contact us at info@hrifunesnaturepark.is

Hrifunes Nature Park hotel Northern Lights

Leiðarvísir: Hvernig á að ljósmynda Norðurljósin með snjallsíma.

Deila

Reglulegur viðburður fyrir gesti í húsum Hrifuness á Suðurlandi er að sjá Norðurljósin. Það er heillandi upplifun að verða vitni að dans grænu og fjólubláu ljósanna yfir himininn. Ljósmynd af Aurora Borealis getur verið erfitt að ná en hún mun geria vini þína græna af öfund.

Reyndustu ljósmyndarar sem ferðast með sérstaka DSLR myndavél þurfa ekki mörg ráð eða brellur til að ná Norðurljósunum. En fyrir okkur sem eru búin snjallsíma, sem við erum vön að vera með á sjálfvirkri stillingu - gætum þurft smá hjálp!

Til að sjá norðurljósin með berum augum þarftu:

  • Myrkur (vetur)
  • Heiðskíran himinn
  • Norðurljósa virkni
  • Handhægt veður til eins og vedur.is ←

Á vedur.is, þýða græn svæði ský og hvítt þýðir heiðskírt, sem er nauðsynlegt fyrir góða norðurljósasýningu.

Til að ljósmynda Norðurljósin með snjallsíma, skal hafa þessi grunnatriði í huga:

  • Hafðu linsuna þína hreina. Losaðu þig við alla flekki á linsunni.
  • Kveiktu á flugvélastillingu svo að myndin verði ekki eyðilögð vegna símtals.
  • Prófaðu að gera tilraunir með innbyggðar forstillingar sem bæta ljósgetu.
  • Stilltu símann á handvirka stillingu sem gerir þér kleift að aðlaga hluti eins og ISO, Shutter ​​og ljósop. Þó að sumir símar, eins og iPhone, séu ekki með handvirka stillingu í innbyggða myndavélaforritinu, þá er nóg af ljósmyndaforritum sem þú getur halað niður sem bjóða upp á handvirka stillingu.
  • Stilltu ISO og ljósopið eins hátt og þú getur, en passaðu að ganga ekki of langt, því þá verða myndirnar kornóttar.
  • Gerðu tilraunir með long exposure. Það þýðir að þú gefur snjallsímanum 10-15 sekúndur til að drekka í sig ljós, sem gefur þér fleiri smáatriði og hækkar birtustigið á myndinni.
  • Ekki hreyfa símann neitt. Ef þú hefur þrífótt, þá getur það verið hjálplegt til þess að ná long exposure ljósmynd. Ef ekki, reyndu að finna góðan stað til þess að festa símann og beindu honum upp að himni án þess að hann hreyfist.

Hér eru nokkrar ljósmyndir frá gestum okkar, ykkur til innblásturs!

Hrifunes Nature Park Hotel Northern Lights
Ljósmynd í boði Ankita & Akash @WeddingNama
Hrifunes Nature Park Hotel Northern Lights
Ljósmynd í boði Ankita & Akash @WeddingNama
Hrifunes Nature Park Hotel Northern Lights
Ljósmynd í boði Ankita & Akash @WeddingNama
Hrifunes Nature Park Hotel Northern Lights
Ljósmynd í boði Tom Kahler
Hrifunes Nature Park Hotel Northern Lights
Ljósmynd í boði Tom Kahler
Skildu eftir svar