Hrífunes Nature Park er staðsett á Suðurlandi, þar sem náttúran er stórbrotin og fjölbreytileg frá fjöru til fjalls. Þar mætist ís og eldur, skóglendi, sandar, hraun, blómleg byggð, stórbrotin saga og kyrrlátt mannlíf.
Á meðal náttúrundra má finna mikið úrval af útvistartengdum ævintýraferðum eins og jeppaferðir um hálendið, ísklifur, gönguferðir, hellaferðir, vélsleðaferðir, köfun og hestaferðir svo fátt sé nefnt.
Einnig má finna nóg af fallegum gönguleiðum þar sem hægt er að skoða fjölbreytilegt fuglalíf, fara í ferðir um söguríkar strendur og kanna náttúruna á fjórhjólahjólum. Fyrir rólegri daga er hægt að fara í sund, golf eða veiðar.